Gengi íslensku krónunnar hélt áfram að veikjast morgun eftir að hafa fallið töluvert á föstudaginn síðastliðinn í kjölfar ákvörðunar matsfyrirtækisins Standard & Poors um að lækka lánshæfismat íslenska ríkisins.

Í morgun stóð evran í 96,76 krónum, en hún hefur ekki verið veikari gagnvart evrunni í fimm mánuði, og hækkaði gengisvísitalan í rúmlega 130 stig. Síðan hefur krónan styrkst á ný og stendur gengisvísitalan nú í 129 stigum og hefur krónan styrkst um 0,28%

Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs var lækkuð í A-plús úr AA-mínus og sagði matsfyrirtækið slakt efnahagslegt aðhald stjórnvalda stuðlaði að hluta til að lækkun matsins.