Krónan og Elko munu opna nýjar verslanir í Skeifunni 19 um mitt ár 2022. Um er að ræða gamla Myllu­húsið sem er í gagn­gerri endur­upp­byggingu. Verslunar­rýmið verður alls rúmir 4.000 fm. Þetta kemur fram í til­kynningu

Krónan og Elko reka nú þegar verslanir í Skeifunni, Elko í Skeifunni 7 og Krónan í Skeifunni 11. Nýja hús­næðið mun bjóða upp á tals­vert stærri verslanir með auknu vöru­úr­vali og góðu að­gengi.

„Skeifan er eitt öflugasta verslunar­svæði landsins og flutningur í enn stærra hús­næði gerir okkur kleyft að auka veru­lega við vöru­úr­valið og þjónustu okkar á svæðinu. Við erum virki­lega spennt að opna í þessu skemmti­lega hús­næði sem verður ein stærsta verslun okkar á Höfuð­borgar­svæðinu. Við munum eins og á­vallt leggja okkur fram um að tryggja fersk­leika og fjöl­breytt vöru­úr­val á góðu verði fyrir við­skipta­vini okkar," segir Ásta S. Fjeld­sted, fram­kvæmdar­stjóri Krónunnar, í til­kynningunni.

„ELKO opnaði fyrst í Skeifunni árið 2004 en nú 17 árum seinna hlakkar okkur mikið til í að taka á móti við­skipta­vinum okkar í nýju og stærra hús­næði á svæðinu. Verslunin verður ein glæsi­legasta raf­tækja­verslun landsins en hún verður sett upp í nýju út­liti líkt og sjá má í verslunum ELKO á Akur­eyri og í Leifs­stöð. Aukinn fer­metra­fjöldi kemur til með að hjálpa okkur að bæta enn frekar þjónustu og vöru­úr­val við okkar trausta hóp við­skipta­vina," segir Gestur Hjalta­son, fram­kvæmda­stjóri Elko, í til­kynningunni.