Nafngengi krónunnar lækkaði um 1,2% í janúar og leiddi það til 0,3% hækkun á verðlagi á sama tíma og það lækkaði í helstu viðskiptalöndum, svo sem á evrusvæðinu.

Greining Íslandsbanka bendir á að raungengi krónunnar hafi lækkað stöðugt síðan í október í fyrra, eða um 1,8%. Á sama tíma hefur nafngengi krónunnar lækkað um 2,5%

Verðlag hefur af þessum sökum hækkað um tæp 0,7% síðan í október af þessum sökum.

Greining Íslandsbanka bendir á í Morgunkorni sínu í dag að langtímameðaltal gengis krónunnar á árunum 1980 til 2011 sé 95,7 stig. Gengi krónunnar er hins vegar langt undir því, eða 21% undir langtímameðaltalinu.