Hagfræðideild Landsbankans birti í morgun mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn. Í því yfirliti kemur meðal annars fram að frá áramótum hefur gengi evru verið á bilinu 121 til 126,5 krónur.

Síðasta mánuð hefur gengið aftur á móti haldist rétt undir 125 krónum og var í lok dags í gær 124,1 króna, sem er næstum það sama og um síðustu áramót.

Frá áramótum hefur mesta breyting á gengi gjaldmiðla helstu viðskiptalanda okkar gagnvart krónu verið að sænska krónan hefur lækkað um 6,5% og japanska jenið hækkað um 5,9%.

Frá áramótum hefur mesta breyting á gengi gjaldmiðla helstu viðskiptalanda okkar gagnvart krónu verið að sænska krónan hefur lækkað um 6,5% og japanska jenið hækkað um 5,9%.

Eftir nokkra aukningu í veltu milli mánaða í júní, datt veltan aftur niður í júlí. Það sem af er ágúst stefnir í að veltan verði svipuð og í júlí.

Raungengið lækkaði um 0,5% milli mánaða í júlí og er 1,6% lægra en fyrir ári síðan. Gengisvísitalan var að meðaltali 0,7% lægri í júlí en júní og 2,2% hærri en fyrir ári síðan.