Íslenska krónan styrktist nokkuð í dag gagnvart evrunni. Miðgengi samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans var 152,9 krónur í lok dags. Lokaverð á föstudag var 153,7 og var nam styrkining í dag 0,5%.

Krónan veiktist viðstöðulaust frá lok nóvember fram í miðjan janúar. Í lok dags kostaði ein evra það sama og 6. janúar. Hefur krónan því ekki verið sterkari í einn mánuð.