Krónan hefur styrkst um 1,73% það sem af er degi og er gengivísitalan 133 stig rétt fyrir hádegi.

Gengi krónunnar lækkaði mikið við upphaf viðskipta í morgun, að sögn greiningardeildar Glitnis, en lækkunin hefur með öllu gengið til baka og krónan styrkst, eins og fyrr segir.

?Umtalsvert flökt hefur ríkt á gjaldeyrismarkaði í morgun en það má rekja til hagnaðartöku sem vegur nú á móti neikvæðum skrifum frá frændum okkar Dönum," segir greiningardeildin.