Lokagildi gengisvísitölunnar í dag var 101,56 og er krónan því 0,3% sterkari en við lokun í gær. Viðskipti á gjaldeyrismarkaði í dag námu 15,1 ma.kr.
Að sögn greiningardeildar Landsbankans er einknum tvennt sem styður við krónuna um þessar mundir, en það eru annars vegar væntingar um frekari stýrivaxtahækkanir og hins vegar áframhaldandi útgáfur erlendra skuldabréfa í krónum.