Eftir nokkurra vikna samfelda veikingu einkenndist dagurinn í dag af töluverðri styrkingu krónunnar. Upphafsgildi vísitölunnar var 113,03 og lækkaði hún jafnt og þétt framan af degi og fór lægst í 112,4 stig og hélst í því gildi þar til markaðurinn lokaði. Þrátt fyrir þessa styrkingu var veltan á markaðnum einungis 3,8 ma.kr. sem bendir til sterkrar undirliggjandi eftirspurnar á krónum. Hugsanlegt er að gjaldeyrisfjárfestar sjái nú aftur kauptækifæri eftir veikingarhrinu síðustu vikna segir í Vegvísi Landsbankans.

Byggt á Vegvísi Landsbankans.