Gengi krónunnar styrktist um 0,9% og stóð í 105 stigum í lok dags. Sérfræðingar segja að skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum hafi stuðlað að styrkingunni.

Útgáfa skuldabréfa erlendra aðila í íslenskum krónum nemur nú tæpum 144 milljörðum króna, sem er 15% af áætlaðri landsframleiðslu þessa árs, samkvæmt upplýsingum greiningardeildar Íslandsbanka.

?Þessi mikla útgáfa á sér stað á sama tíma og verið er að glíma við methalla á utanríkisviðskiptum sem nemur 106 milljörðum á fyrstu þremur fjórðungum ársins," segir greiningardeildin.

Vaxtamunur við útlönd hefur ýtt undir skuldabréfaútgáfuna og telja sumir greiningaraðilar að hún geti farið yfir 200 milljarða á næsta ári. Stýrivextir á Íslandi eru 10,5% en til samanburðar eru stýrivextir í Evrópu 2,25%