Krónan hefur styrkst um 1,07% eftir að ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti var tilkynnt í morgun.

Rökstuðningur bankans fyrir hækkuninni sem verður tilkynntur klukkan 11 mun þó leiða í ljós hvort að vaxtahækkunin mun hrinda af stað styrkingarhrinu krónunnar eða leiða til frekari veikingar en 75 punkta hækkunin var yfir væntingum greiningardeilda og gæti vakið hörð viðbrögð.

Greiningaraðilar höfðu spáð 50 punkta hækkun og aðgerðir Seðlabankans um 75 punkta hækkun kemur því á óvart en ljóst er að Seðlabankinn ætlar hvergi að hvika frá staðfestu sinni að draga úr verðbólguþrýstingi en verðbólga er nú 4,5% og búist er við frekari aukningu verðbólgu á komandi mánuðum.

Hækkunin nú er sú þréttánda í röð síðan í maí 2004 og stýrivextir Seðlabankans eru nú komnir upp í 11,50%