*

laugardagur, 25. janúar 2020
Innlent 14. september 2018 12:00

Krónan styrkist á nýjan leik

Íslenska krónan hefur styrkst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum í dag.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gengi íslensku krónunnar hefur styrskt töluvert það sem af er degi eftir töluverða veikingu nánast allan septembermáuð. Það sem af er degi hefur gengi krónunnar styrkst um 1,38% gagnvart evru, um 1,52% gagnvart dollar og um 1,44% gagnvart pundi.

Þegar þetta er skrifað hafa gjaldmiðlarnir styrkst sem hér segir gagnvart krónu:

  • Bandaríkjadalur um 1,52% og er kaupgengi hans nú 109,57 krónur.
  • Evran um 1,38% og er kaupgengi hennar nú 128,18 krónur.
  • Breskt sterlingspund um 1,44% og er kaupgengi þess nú 143,51 króna.
  • Japanskt jen um 1,53% og er kaupgengi þess nú 0,9793 krónur.
  • Dönsk króna um 1,38% og er kaupgengi hennar 17,182 krónur.
  • Sænsk króna um 2,04% og er kaupgengi hennar 12,17 krónur.
  • Norsk króna um 1,58% og er kaupgengi hennar 12,17 krónur.
  • Svissneskur franki um 1,15% og er kaupgengi hans 113,66 krónur.

Á sama tíma og gengi krónunnar hefur styrkst hefur gengi bréfa Icelandair lækkað um 3,83% í 136 milljóna viðskiptum í kauphöllinni í dag.