Krónan hefur styrkst um 9,1% frá marslokum á þessu ári og hefur ekki verið sterkari síðan í desember 2010, ef miðað er við skráningu gengisvísitölunnar. Danska krónan kostar nú undir 20 krónum en það hefur ekki gerst síðan á fyrrihluta ársins 2009.

Evran kostar nú tæpar 148 krónur og hefur ekki verið ódýrari síðan fyrrihluta ársins 2009 eins og danska krónan. Dollarinn kostar nú rúmlega 120 krónur og pundið rúmlega 187 krónur. Hafa þessir gjaldmiðlar ekki verið ódýrari síðan í desember í fyrra