Seðlabankinn hefur verið stórtækur á gjaldeyrismarkaði upp á síðkastið. Hann keypti gjaldeyri fyrir samkvæmt 100,8 milljónir evra, jafnvirði 15,9 milljarða króna, í desember í fyrra og í janúar síðastliðnum. Í janúar einum keypti Seðlabankinn 45 af allri veltu evra á markaðnum.

Viðskiptablaðið fjallaði um gjaldeyriskaup Seðlabankans í morgun og sagði kaupin hafa haldið áfram í febrúar. Fram kom í umfjölluninni að aðilar sem rætt hafi verið við á gjaldeyrismarkaði segi að með kaupunum sé Seðlabankinn í rauninni að kaupa burt frekari styrkingu krónunnar og ákveðið gólf á gengi gjaldmiðilsins að myndast.

Hagfræðideild Landsbankans segir í Hagsjá sinni í dag ekki hafa orðið miklar breytingar á stöðu innlendra gjaldeyrisreikninga (I.G. reikninga) seinustu mánuði. Hún hafi þó verið að leita eitthvað upp á við. Sér í lagi hafi staða I.G. reikninga sjávarútvegsfyrirtækja hækkað um (í evrum talið) um 50% frá lokum júlí til lok desember.

Ætla að jafna út skammtímasveiflur

Hagfræðideildin bendir á það í Hagsjá sinni að þrátt fyrir uppkaupin hafi krónan styrkst. Í janúar hafi hún m.a. styrkst um 0,8% á móti evru en veikst um 0,6% á móti Bandaríkjadal.

Þá segir hagfræðideildin kaupin í samræmi við yfirlýsingu Peningastefnunefndar Seðlabankans frá í maí í fyrra.

„Um miðjan maí 2013 lýsti Peningastefnunefnd Seðlabankans því yfir að bankinn ætlaði sér að vera virkari á gjaldeyrismarkaði til að jafna út skammtímasveiflur í genginu. Óhætt er að segja að hann hafi staðið við þetta, en krónan er búin að vera nokkuð stöðug síðan, a.m.k. af íslensku krónunni að vera. SÍ keypti ekki jafn mikið að stóru viðskiptibönkunum þremur.  [...] Það sem öðru fremur hefur gert SÍ mögulegt að kaupa þennan gjaldeyri er rúm gjaldeyrisstaða stóru viðskiptabankanna þriggja,“ segir hagfræðideildin.