Eftir að krónan veikst um 3,5% fyrstu þrjá daga vikunnar þá styrktist krónan um 0,7% í viðskiptum dagsins, að sögn greiningardeildar Kaupþings banka.

"Það er ekki skrítið að sjá gjaldmiðilinn koma eitthvað til baka eftir svo snögga veikingu en krónan er nú á svipuðum slóðum og hún var í lok september.

Að mati Greiningardeilar má búast við talsverðu flökti í krónunni á næstu misserum þar sem líklega mun gæta einhvers taugatitrings fyrir vaxtaákvörðunarfund Seðlabanka Íslands í byrjun næsta mánaðar," segir greiningardeildin.