Gengi krónunnar hefur styrkst um 2,28% það sem af er degi og er gengisvísitala hennar 124,84 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.

?Jákvæð skýrsla um íslenska fjármálakerfið, sem gefin var út í gær á vegum Viðskiptaráðs Íslands, á að öllum líkindum stóran þátt í þessari þróun. Góð uppgjör bankanna styðja einnig við krónuna þar sem þau minnka áhyggjur manna af óstöðugleika í fjármálakerfinu," segir greiningardeild Glitnis.

Gengi Bandaríkjadals er skráð 71,43 og evra er skráð 90,37.