Mikill meðbyr hefur verið með krónu undanfarnar vikur eftir veikingu í annarri viku ársins. Hefur krónan styrkst um ríflega 6% frá 11. janúar, segir greiningardeild Glitnis, en frá áramótum er styrkingin tæplega 5%.

?Umfjöllun um mögulega umbreytingu viðskiptabankanna á eigin fé úr krónu í evru átti sinn þátt í veikingunni á fyrstu vikum ársins og þegar sló á þá umfjöllun hækkaði krónan. Stóran þátt í styrkingu krónu undanfarið á þó útgáfa krónubréfa að okkar mati.

Alls hafa verið gefin út krónubréf fyrir 65 milljarða króna í mánuðinum og hefur útgáfa aldrei verið jafn mikil í einum mánuði frá því erlend krónubréfaútgáfa skaut upp kollinum haustið 2005. Nú í morgun tilkynnti hollenski bankinn Rabobank um fimm milljarða króna stækkun á krónubréfi sínu til eins árs, en það er næst stærsti útistandandi flokkur krónubréfa, alls 45 milljarða króna að nafnvirði,? segir greiningardeildin.