*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Innlent 26. maí 2020 16:09

Krónan styrkist

Krónan hefur styrkst gagnvart öllum helstu myntum í dag og hefur ekki verið sterkari síðan í mars.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Krónan hefur styrkst gagnvart öllum helstu myntum í dag og hefur ekki verið sterkari síðan í mars. Í dag styrktist hún um 1,55% gagnvart evrunni en ein evra kostar nú um 152 krónur. En evran fór hæst í tæpar 160 krónur um miðjan apríl.

Gengi dollarsins stendur nú í 138 krónum en krónan hefur styrkst um 2,4% gagnvart dollar það sem af er degi. Þá hefur hún styrkst um 1,1% gagnvart pundinu.

Aðilar á markaði sem Viðskiptablaðið ræddi við segja að ástæðu styrkingarinnar megi helst rekja til þess hversu grunnur markaðurinn sé hér á landi. Veltan á markaðnum sé mjög lítil og lítið þurfi til til þess að hreyfa við honum. 

Stikkorð: Krónan Gengi