*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 21. maí 2021 19:14

Krónan styrkist

Krónan hefur ekki verið sterkari gagnvart evru frá því í upphafi faraldursins í mars í fyrra og gagnvart dollara frá því í árslok 2019.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íslenska krónan hefur ekki verið sterkari gagnvart evru frá því í mars í fyrra, þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir hér á landi, samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans.

Evran stendur nú í 147,9 krónum og hefur krónan styrkst um 2% í vikunni og ríflega 5% frá áramótum. Leiða má líkur af jákvæðar fregnir af bókunarstöðu í ferðaþjónustunni, bólusetningum og vaxtahækkun Seðlabankans kunni að hafa haft átt þátt í styrkingu á gengi gjaldmiðilsins. 

Ein evra kostaði 139 krónur þann 28. febrúar 2020, þegar fyrsta COVID-19 smitið greindist hér á landi. Krónan veikist hratt í kjölfarið og fór evran hæst 165 krónur í lok október. 

Þá stendur dollarinn nú í 121,3 krónum en fór hæst í 147 krónur í maí. Gengi krónunnar gagnvart dollara hefur ekki mælst sterkara frá því í lok árs 2019.

Pundið stendur í 172,2 krónum og er á áþekkum stað og í upphafi þessa árs.

Stikkorð: krónan