Krónan veiktist um 2,3% í dag gagnvart evru, ef miðað er við miðgildi sölu- og kaupgengis. Veiking var lengst af meiri og fór verð á evru upp í 119,2 en endaði í 117,7.

Bandaríkjadalur styrktist gagnvart krónunni um 2,30% og endaði kaupgengi hans í 109,95 krónum, en fljótlega eftir opnun markaða nam hækkunin 3,45% og var þá kaupgengið 111,20 krónur.

Breskt sterlingspund styrktist um 2,97% gagnvart krónunni og endaði kaupgengi þess í 134,50 krónum, en við opnun markaða nam hækkunin 4,0% og kaupgengið 135,85 krónum.

Japanskt jen styrktist í dag um 2,72% og er kaupgengið nú 0,9592 krónur, en fljótlega eftir opnun markaða hafði hækkunin numið 3,93% og var kaupgengið þá í 0,9705 krónum.

Dönsk króna endaði á að styrkjast um 2,30% og stendur kaupgengið nú í 15,781 krónu, en fyrr í dag nam hækkunin 3,47% og kaupgengið þá 15,962 krónum.

Sænska krónan styrktist að afloknum degi um 2,95% og var kaupgengi hennar 12,278 krónum, en fyrr í morgun nam hækkunin 3,92% og kaupgengið 12,978 krónum.

Norska krónan styrktist í viðskiptum dagsins um 2,93% og er kaupgengi þess 12,857 krónur en fyrr í morgun nam styrkingin 3,90% og var kaupgengi hennar þá 12,978 krónur.

Svissneski frankinn styrktist svo í dag um 2,93% og er kaupgengi hans nú 109,19 krónur, en fyrr í dag nam styrkingin 3,90% miðað við kaupgengið 110,35 krónur.