*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 23. febrúar 2006 18:10

Krónan styrktist í dag

Ritstjórn

Krónan styrktist um 1,02% frá því í gær og vísitala krónunnar var 111,25 í lok dags. Svo virðist vera sem ró sé að færast yfir markaðinn eftir miklar sviptingar síðustu daga, segir greiningardeild Landsbankans.

Heildarvelta á gjaldeyrismarkaði í dag var 13,2 milljarðar króna og var töluvert minni en í gær, en þá var veltan í sögulegu hámarki. Það er 41,2 milljarðar króna.