Við opnun gjaldeyrismarkaðar styrktist krónan um 70 punkta. Korteri eftir opnun fór hún síðan að veikjast. Hefur hún nú veikst um 40 punkta eða um 0,28% og er 125,5 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis.

Gerist þetta í kjölfar þess að Seðlabankinn tilkynnti klukkan níu í morgun um 25 punkta stýrivaxtahækkun.

Gjaldeyrismarkaðurinn opnaði af töluverðum krafti en nú er rólegt yfir, að sögn sérfræðinga.

Sérfræðingar segja að þarna togist á annarsvegar vaxtahækkunin, sem er jákvæð fyrir þá erlendu aðila sem fjárfesta í jöklabréfum ? sem styrki öllu jöfnu krónu, og hinsvegar að innlendir aðilar telja að þetta sé síðasta vaxtahækkunin í vaxtahækkunarferlinu. Og að á fyrsta fjórðungi á næsta ári fari að glitta í vaxtalækkanir.

Þá segja þeir að erlendir aðilar hafi lítið keypt af krónum í kjölfar stýrivaxtahækkunar. Ef þeir hefðu gert það af einhverjum þunga hefði krónan, að öllum líkindum, styrkst.