Íslenska krónan styrktist töluvert í dag á móti evru eftir svipaða styrkingu á föstudag. Krónan styrktist um 1% og endaði miðgengi Seðlabankans í 153,2.

Krónan hefur styrkst um 2,5% síðust þrjá viðskiptadaga en þá var hún veikust á árinu gagnvart evrunni. Þá var miðgengið 157,1.

Verðbólgutölur fyrir desember voru birtar í dag. Tólf mánaða verðbólgan hækkaði úr 9,6% í 9,9%.

Veikari króna þýðir meiri verðbólga. Þrátt fyrir mikla styrkingu síðustu þrjá viðskiptadaga er krónan 1% veikari gagnvart evru. Á morgun kemur í ljós hvernig mánuðurinn endar.

Krónan veiktist um 3% gagnvart evru í desember.