Gengisvísitalan var við lok markaða 149,7 stig samkvæmt Markaðsvakt Mentís og styrktist krónan um 1,1% frá lokun markaða í gær en 1% frá opinberu gengi í gærdag.

Opinbert gengi Seðlabankans var í morgun 150 stig en var í gær 151,2 stig.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun íslensku krónunnar síðasta mánuð samkvæmt gengisvísitölu Seðlabankans.

Samkvæmt vef Landsbankans stendur evran nú í 117,4 krónum, Bandaríkjadalur í 73,9 krónum og Sterlingspund í 146,3 krónum.

Þá stendur svissneskur franki í 72,7 krónum og japanskt jen í 0,71 krónum.