Íslenska krónan styrktist um 0,5% í dag gagnvart evru, annan daginn í röð. Miðgengi samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans var 152,1 krónur í lok dags en var 152,9 í gær.

Á morgun er vaxtákvörðunardagur í Seðlabankanum. Landsbankinn spáir 0,5% stýrivaxtahækkun. Að jafnaði styrkist krónan í kjölfar vaxtahækkunar.

Bandaríkjadalur kostar svipað nú og í ársbyrjun, 142,15 krónur í lok dags en hóf árið í 142 krónum.

Gengið hefur sveiflast töluvert á þessum rúma mánuði. Fór hæst í 145,6 krónur og lægst í 139,7 krónur.

Bandaríkjadalurinn kostar í dag 0,94 evrur en krossinn milli þessara gjaldmiðla sveiflast mikið, líkt og gengi krónunnar gagnvart þeim.