Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 4,7% síðan það stóð hvað hæst í mars og er það nú á svipuðum slóðum og um miðjan janúar síðastliðinn.

Gengisvísitalan stendur nú í 219,4 stigum en stóð í 219,66 stigum 16. janúar.

Hæst stóð vísitalan það sem af er ári í tæpu 231 stigi seint í mars og í byrjun apríl.

svipaða sögu er að segja af gengi evru, danskri krónu og þeirri norsku í samanburði við íslensku krónuna. Ein dönsk króna kostar nú 21,3 krónur íslenskar, ein evra 158,5 krónur og sú norska 21 krónu.

Á móti stendur Bandaríkjadalur í rúmum 125 krónum og eitt japanskt jen í 1,58 krónum og er það svipað verð og fyrir mánuði.