Gengisvísitalan var 196,5 stig við lok markaða samkvæmt Markaðsvakt Mentis og hefur krónan því veikst um 5,1% frá opnun gjaldeyrismarkaða í morgun en 4,8% frá opinberu gengi Seðlabankans frá því í gær.

Krónan tók að veikjast strax við opnun markaða í morgun og hafði um hádegi  veikst um 2%. Eftir hádegi tók hún svo enn dýpri dýfu.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun gengisvísitölunnar s.l. mánuð miðað lokagengi á mörkuðum en vart þarf að taka fram að krónan hefur aldrei verið veikari en nú.

Þetta er í níunda sinn í september sem gengisvísitalan nær hámarki við lok markaða.

Opinbert gengi var í morgun 190,5 stig, sem er það hæsta frá upphafi, en var í gær 187 stig, sem þá var jafnframt það hæsta frá upphafi. Opinbert gengi við upphafi ársfjórðungsins var 160,9 stig en er nú, eins og áður hefur komið fram, 190,6 stig. Þannig hefur krónan veikst um 15,5% sé miðaða við opinbert gengi.

Með því að smella á mynd nr. 2 hér fyrir ofan má sjá þróun opinberar gengisvísitölu á þriðja ársfjórðungi þessa árs.

Krónan hefur nú veikst um 7,6% s.l. fimm daga sé miðað við markaðsgengi nú og lokagengi á mörkuðum s.l. þriðjudag.

Samkvæmt Markaðsvakt Mentis stendur Bandaríkjadalur nú í 105,9 krónum, Evran í 149 krónum og Sterlingspundið í 189 krónum.

Þá stendur svissneskur franki í 94 krónum, japanskt jen í 1 krónu og danska krónan í 20 krónum.