Að sögn Ragnars Þórssonar, sjóðstjóra hjá íslenska vogunarsjónðum Boreas Capital, hefur umræða um skortstöður og árásir á íslenskt fjármálakerfi undanfarið afhjúpað margvíslega veikleika á íslenskum fjármálamarkaði.

„Það er vitað mál að það er viss hluti af starfsemi vogunarsjóða að skortselja hlutabréf. Munurinn er sá - rétt eins og seðlabankastjóri var að benda á - að menn eru nú að hafa óeðlileg áhrif á markaðinn. Þannig virðast menn vera að starfa með óeðlilegum hætti með því að bera út slúður til þess að búa til slæmt umtal sem á síðan að styðja við skortstöður. Allt til þess að hagnast á því. Þetta er ekki nýtt undir sólinni eins og dæmi erlendis frá sanna og þá eru gjarnan notaðir blaðamenn sem ugga ekki að sér. Þetta hefur sést mikið í Bandaríkjunum og bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC) hefur talsvert fylgst með tengingu milli stjórnenda vogunarsjóða og blaðamanna. Þannig hafa menn farið af stað og tekið skortstöður og farið að dreifa út slæmum fréttum sem eru kannski ekki réttar. Þetta er hrein og klár markaðsmisnotkun og hún er ekki lögleg.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .