Krónan hefur veikst í morgun frá opnun markaða í morgun, en þó ekki eins mikið og í gær. Gjaldeyrishöftin voru afnumin formlega um miðnætti og því er útflæði peninga nú orðið auðveldara.

Þegar þetta er ritað hafa gjaldmiðlarnir styrkst sem hér segir gagnvart krónu:

  • Bandaríkjadalur um 1,11% og er kaupgengi hans nú 111,6 krónur.
  • Evran um 0,89% og er kaupgengi hennar nú 118,76 krónur.
  • Breskt sterlingspund um 0,3% og er kaupgengi þess nú 165,36 krónur.
  • Japanskt jen um 0,75% og er kaupgengi þess nú 0,9695krónur.
  • Dönsk króna um 0,91% og er kaupgengi hennar 15,977krónur.
  • Sænsk króna um 1,16% og er kaupgengi hennar 12,488 krónur.
  • Norsk króna um 0,59% og er kaupgengi hennar 12,994 krónur.
  • Svissneskur franki um 1,03% og er kaupgengi hans 110,73 krónur.

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka sagði í samtali við Viðskiptablaðið í gær að veiking krónunar hafi í raun ekki komið honum á óvart. Hann segir þó að fram undan væri útlit fyrir það að krónan gæti styrkst enn frekar þegar litið er til lengri tíma.