Krónan gaf eftir í 18 milljarða viðskiptum í dag og veiktist um 1,33%, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.

?Þetta er óvenjumikil hreyfing á einum degi í ljósi þess að engar nýjar fréttir hafa borist er gætu réttlætt slíka veikingu. Viðskiptin í dag má því að öllum líkindum rekja til hagnaðartöku erlendra aðila á gjaldeyrismarkaði. Það er þó vel þekkt að fjárfestar hagræða oft stöðum sínum kringum áramót áður en árið er gert upp sem getur skapað talsvert flökt í krónunni," segir Kaupþing banki.