Gengi krónunnar hefur veikst stöðugt frá því að Seðlabankinn tilkynnti þá ákvörðun peningastefnunefndar að halda stýrivöxtum óbreyttum í síðustu viku. Raunar byrjaði krónan að veikjast strax sama dag og stýrivaxtaákvörðunin og hagspá Seðlabankans var kynnt. Þann dag hækkaði gengisvísitalan um 1,1 vísitölustig, 0,5%, og á þriðjudag hækkaði hún um hálft vísitölustig.

Í gær hækkaði hún svo lítillega til viðbótar og frá þriðjudegi í síðustu viku nemur veiking krónunnar 0,8%. Þess má geta að í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar veiktist krónan um 0,7% á einni viku.