Gengi íslensku krónunnar veiktist gagnvart evru í útboði Seðlabankans á gjaldeyri. Gengið fór í 160 úr um 150.

Sænski bankinn SEB segir þetta til marks um að íslenski seðlabankinn sætti sig við frekari veikingu krónu, en opinbert gengi hennar færist nú nær kaupum og sölum í viðskiptum með íslensku krónunnar.

Í þeim viðskiptum hefur krónan reyndar verið að styrkjast og eiga sér nú stað viðskipti á genginu 200 gagnvart evru.

Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum SEB að vissulega sé ekki mikil velta bakvið erlendu viðskiptin með krónuna.

Þeir vekja jafnframt athygli á því að nú styttist í að uppgjör með skuldatryggingar íslensku bankanna liggi fyrir. Orðrómur er um á markaði heildarandvirði uppgjörsins verði sjö milljarðar Bandaríkjadala og fjárfestar kunni að tapa allt að 90% af nafnvirði skuldabréfanna.