Krónan hefur veikst lítillega eða um 0,3%, en gjaldeyrismarkaðir hafa nú verið opnir í um 20 mínútur.

Gengisvísitalan er nú 206,6 stig.

Krónan stóð í stað við lokun markaða á föstudag en hafði þó veikst um 13% í síðustu viku.

Samkvæmt Markaðsvakt Mentis stendur Bandaríkjadalur nú í 114 krónum, Evran í 154,8 krónum og Sterlingspundið í 200,5 krónum.

Þá stendur svissneskur franki í 99,8 krónum, japanskt jen í 1,1 krónu og danska krónan í 20,7 krónum.