Gengisvísitalan er nú 148,3 stig samkvæmt Markaðsvakt Mentis og hefur krónan því veikst örlítið eða um 0,2% frá opnun markaða í morgun en 0,4% frá opinberu gengi Seðlabankans í gær.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun gengisvísitölunnar s.l. mánuð samkvæmt gengi Seðlabankans. Opinbert gengi Seðlabankans var í morgun 148,3 stig var í gær 147,9 stig.

Samkvæmt vef Landsbankans stendur Evran nú í 115,4 krónum, Bandaríkjadalur í 74,1 krónu og Sterlingspundið í 146,3 krónum.

Þá stendur svissneskur franki í 71 krónu og japanskt jen í 0,71 krónu.