Íslenska krónan hefur veikst talsvert gagnvart evrunni, sterlingspundinu og sænsku krónunni í dag. Síðustu vikur hefur krónan veikst talsvert — til að mynda um 6% gagnvart evru ef tekið er mið af gengisvísitölunni.

Þegar þetta er skrifað hafa gjaldmiðlarnir veikst sem hér segir gagnvart krónu:

  • Bandaríkjadalur um 0,83% og er kaupgengi hans nú 104,14 krónur.
  • Evran um 1,19% og er kaupgengi hennar nú 118,21 krónur.
  • Breskt sterlingspund um 1,93% og er kaupgengi þess nú 134,60 krónur.
  • Japanskt jen um 0,92% og er kaupgengi þess nú 0,9280 krónur.
  • Dönsk króna um 1,2% og er kaupgengi hennar 15,897 krónur.
  • Sænsk króna um 1,36% og er kaupgengi hennar 12,127 krónur.
  • Norsk króna um 1,36% og er kaupgengi hennar 12,127 krónur.
  • Svissneskur franki um 1,17% og er kaupgengi hans 108,56 krónur.