Gengi krónunnar hefur veikst um 0,69% frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan nú í 230 stigum. Þetta er fyrsta veiking krónunnar síðan Seðlabankinn greip inn í á markaðnum á fimmtudag í síðustu viku og keypti krónur fyrir 12 milljónir evra, jafnvirði 2 milljarða króna, með það fyrir augum að styðja við krónuna eftir nær látlausta veikingu í fyrravetur. Það tókst en gengið styrktist um 2,4% á tveimur dögum.

Þetta voru önnur inngrip bankans á markaðnum frá því á Gamlársdag.

Gengisvísitala krónunnar stóð í 229,34 stigum á föstudag.

Áður en Seðlabankinn greip inn í á gjaldeyrismarkaði á fimmtudag kostaði ein evra tæpar 174,2 krónur. Eftir inngripin var evran komin í 171,8 krónur. Evran er nú komin í 171,55 krónur.