Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um 2,1% gagnvart evru það sem af er degi og stendur miðgengi evru nú í 148,8 krónum. Gengi íslensku krónunnar gagnvart evru hefur ekki verið veikara frá því í mars árið 2015 en frá byrjun mánaðarins nemur veikingin 6,8% og 9,5% frá áramótum.

Gengi krónunnar hefur auk þess veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum Íslands nema norsku krónunni. Gengi gagnvart dollar hefur veikst um 2,7%, um 0,9% gagnvart pundi og um 3,4% gagnvart japönsku jeni.

Umræddar hreyfingar koma nær alfarið vegna breytinga á gengi evrunnar en hún hefur það sem af er degi veikst um 0,4% gagnvart dollar og 2,1% gagnvart jeni.

Aftur á móti hefur evran styrkst um 3,44% gagnvart norskri krónu og um 0,83% gagnvart pundi.