Gengisvísitalan er nú 158,1 stig og hefur krónan því veikst um 4,3% frá opinberu gengi Seðlabankans í gær.

Gengisvísitalan var fyrir aðgerðir Seðlabankans í vikunni 157,6 stig og krónan því veikari nú en hún var þá.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun íslensku krónunnar frá áramótum samkvæmt gengisvísitölu Seðlabankans. Hafa skal þó í huga að gengi dagsins í dag er ekki lokagengi.

Þegar þetta er skrifað, kl. 10:00 stendur Evran í 123,4 krónum, dollarinn 78,2 krónum og sterlingspundið í 156,19 krónum.

Þá stendur svissneskur franki í 78,5 krónum og japanskt jen í 0,78 krónum.