Krónan hefur veikst um 1,14% það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá Glitni.

Samkvæmt opinberu viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands stendur dollarinn nú í 125,62 krónum, pundið í 184,2 krónum, og evran er 179,85 krónur.

Þá er danska krónan 24,14 íslenskar krónur, sú norska stendur í 18 krónum og sænska í rúmum 16 krónum.