Gengisvísitalan er nú 160,1 stig samkvæmt Markaðsvakt Mentis og hefur krónan því veikst um 0,8% frá opnun gjaldeyrismarkaða í morgun.

Krónan hóf að styrkjast í gær eftir að Geir H. Haarde erindi sitt um efnahagsmál á Alþingi en þar var meðal annars greint frá því að þessa dagana væri verið að ganga frá gjaldeyrisláni fyrir að minnsta kosti 250 milljónir evra.

Við lok markaða hafði krónan styrkst um 0,5% en hafði þegar best lét yfir daginn styrkst um 0,9%.

Samkvæmt Markaðsvakt Mentis stendur Bandaríkjadalur nú í 85 krónum, Evran í 122,5 krónum og Sterlingspundið í 150,7 krónum.

Þá stendur svissneskur franki í 76,3 krónum, japanskt jen í 0,78 krónum og danska krónan í 16,4 krónum.