Krónan hefur veikst frá því að markaðir opnuðu í morgun gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum. Talsvert flökt hefur verið á gengi krónunnar undanfarna daga, í kjölfar losun gjaldeyrishafta.

Þegar þetta er skrifað hafa gjaldmiðlarnir styrkst sem hér segir gagnvart krónu:

  • Bandaríkjadalur um 0,04% og er kaupgengi hans nú 109,05 krónur.
  • Evran um 0,68% og er kaupgengi hennar nú 117,86 krónur.
  • Breskt sterlingspund um 1,05% og er kaupgengi þess nú 135,98 krónur.
  • Japanskt jen um 0,26% og er kaupgengi þess nú 0,9698 krónur.
  • Dönsk króna um 0,69% og er kaupgengi hennar 15,852 krónur.
  • Sænsk króna um 0,48% og er kaupgengi hennar 12,408 krónur.
  • Norsk króna um 0,43% og er kaupgengi hennar 12,920 krónur.
  • Svissneskur franki um 0,36% og er kaupgengi hans 109,59 krónur.

Eimskip og Reginn hækka

Þegar litið er til hlutabréfamarkaðarins sést að gengi hlutabréfa Eimskipa hefur hækkað um 2,04% í 259 milljón króna viðskiptum. Svipaða sögu má segja um gengi bréfa Regins sem hafa hækkað um 1,7% í 221 milljón króna viðskiptum.