Íslenska Krónan hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum sínum í dag.

Breytingin frá því að viðskipti hófust í morgun gagnvart krónunni eru:

  • Evran styrktist um 1,52% - kaup: 116,86 - sala: 117,64
  • Bandaríkjadalur styrktist um 1,39% - kaup: 104,92 - sala: 105,61
  • Sterlingspund styrktist um 1,85% - kaup: 133 - sala: 133,89
  • Japanskt jen styrktist um 1,25% - kaup: 0,94 - sala: 0,9466
  • Svissneskur franki styrktist um 1,55% - kaup: 107,65 - sala: 108,37
  • Dönsk króna styrktist um 1,51% - kaup: 15,709 - sala: 15,813
  • Sænska króna styrktist um 1,6% - kaup: 11,959 - sala: 12,038
  • Norsk króna styrktist um 1,62% - kaup: 12,286 - sala: 12,367

Á sama tíma hefur gengi hlutabréfa þeirra fyrirtækja sem hafa meirihluta tekna sinna í erlendri mynt hækkað. Gengi bréfa HB Granda hefur hækkað um 5,14% það sem af er degi og Icelandair Group um 3,3%.