Krónan veiktist í dag um 1,7% gagnvart evru og stendur gengi krónu nú í 142,1 krónu á evru. Skráð dagsgengi evru gagnvart krónu fór síðast yfir 142 krónur í febrúar árið 2016 en var þó ekki langt undan í júlí á síðasta ári þegar gengið fór hæst í 141,9 krónum á evru.

Gengi íslensku krónunnar veiktist mest gagnvart sænskri krónu í dag eða um 2,08% og kostar hver sænsk króna nú 13,4 íslenskar krónur. Þá kostar hvert Sterlingspund, 162,7 krónur eftir 0,14% styrkingu gagnvart krónu í dag og Bandaríkjadalur í 127,4 krónum eftir 0,28% styrkingu í dag.