Gengi krónunnar hefur veikst talsvert undanfarnar tvær vikur en eins og fram kom í Viðskiptablaðinu fyrir hálfum mánuði var gengisvísitalan skráð 212,86 stig hinn 7. nóvember sl. og var það í fyrsta sinn síðan í janúar sem hún fór svo lágt.

Í vikunni var vísitalan hins vegar komin í 215,48 stig samkvæmt opinberri skráningu Seðlabanka Íslands og svo há hafði hún ekki verið síðan um miðjan september.

Krónan hefur því veikst um rúmlega 1,2% á tveimur vikum sem verður að teljast nokkur veiking enda er hún innan hafta og flökt því mun minna en ella.