Gengi íslensku krónunnar veiktist í dag eftir töluverða styrkingu í síðustu viku.

Veikningin í dag var 0,27% gagnvart evru og 0,92% gagnvart Bandaríkjadal.

Á föstudag var miðgengi evrunnar 149,3 krónunar og Bandaríkjadalurinn kostar 139,1 krónu. Í dag kostar dalurinn 140,55 og evran 149,7.

Virðisaukamánaðarmót framundan

Á mánudaginn er eindagi virðisaukaskatts. Krónan styrkist að jafnaði í kringum virðisaukamánaðarmótin, sem eru annan hvern mánuð.

Ástæðan er sú að fyrirtæki sem eru í útflutningu þurfa að breyta erlendum myntum í krónur til að eiga fyrir vaskinum.