Gengi íslensku krónunnar veiktist um 0,92% gagnvart evru í dag. Er veikingin minni en margir höfuðu gert ráð fyrir að áhrif af fréttum um að Icelandair hafi fallið frá kaupum á Wow myndi valda.

Gengi krónunnar veiktist um 0,02% gagnvart dollar og um 0,26% gagnvart pundi. Skýrist lítil breyting gagnvart dollar að miklu leyti af því að gengi Evru styrktist gagnvart dollar eftir lokun markaða í gær.

Miðgengi evru stendur nú í 142,3 króunum. Frá því að fjárfestakynning á skuldabréfaútboði Wow air lak út þann 15 ágúst síðastliðinn hefur krónan veikst um 14,2% gagnvart evru og 14,9% gagnvart dollar.