Gengi krónu veiktist snarpt í dag. Nemur veiking hennar 1,30% og er 121,2 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Gjaldeyrismarkaðurinn mun loka eftir um hálftíma.

Sérfræðingar rekja veikinguna til þess að Fitch kynnir skýrslu sína um lánshæfismat ríkisins í dag, ásamt því sem Seðlabankinn tilkynnti á föstudaginn hann hygðist taka erlent lán til að styrkja gjaldeyrisforðann sinn, sem erlendir aðilar gætu lesið sem að bankinn óttist efnahagskreppu og vilji því styrkja sig. Sérfræðingar segja þetta þó eðlilegt skref hjá bankanum vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu.

Í þriðja lagi hefur markaðurinn verið taugaveiklaður vegna þess að fjárfestir fór upp á móti krónu þegar lítil velta var á markaðnum og smitaði það út frá sér.