Krónan veiktist um 2,2% í dag en samkvæmt Markaðsvaktinni er gengisvísitalan nú 205,2 stig.

Þá hefur krónan nú veikst um 4,2% á einni viku en samkvæmt daglegri skýrslu greiningadeildar Landsbankans má rekja lækkanir á gengi krónunnar til stýrivaxtalækkunar í síðustu viku auk þeirra atburða sem átt hafa sér stað með yfirtöku yfirvalda á fjármálastofnunum á borð við Straum, Spron og Sparisjóðabankann.

Samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans Evran nú í 154,6 krónum, Bandaríkjadalur í 114,25 krónum og Sterlingspundið í 167,4 krónum.

Þá stendur svissneskur franki í 101,6 krónum, japanskt jen í 1,7 krónum og danska krónan í 20,75 krónum.

Rétt er þó að hafa í huga að gengi Seðlabankans er skráð kl. 11 á morgnana þannig að gengi viðskiptabankanna er um 2% hærra en Seðlabankans.