Á Vegvísi Landsbankans segir að talsverðar lækkanir hafi einkennt Kauphallarviðskipti dagsins bæði hér heima og erlendis. Úrvalsvísitalan hafði á tímabili lækkað um rúmlega 3% innan dags en skömmu fyrir lokun sneri þróunin aðeins við og vísitalan endaði í 7.705 stigum sem er rúmlega 2,5% lækkun.

Upplýsingar um að staða stórra fjármálastofnana á borð við Citigroup og Merrill Lynch sé mun verri vegna ótryggra húsnæðislána en áður var talið vekur ótta við afleiðingar áframhaldandi lánsfjárkreppu.

Ekki kemur því á óvart að krónan veiktist um rúmlega hálft prósent í dag.