Gengi krónunnar hefur veikst enn einn daginn og fór gengisvísitalan yfir 221 stigin fyrr í dag. Vísitalan hefur ekki legið jafn hátt síðan í byrjun ágúst í fyrra.

Breskt pund kostar nú rétt rúmar 193 krónur og hefur hún ekki verið dýrari síðan í lok júní 2010.

Krónan var sterkust í rétt tæpum 213 stigum snemma í nóvember í fyrra og hefur hún veikst nokkuð viðstöðulítið síðan þá.

Krónan var veikust í gengishruninu í desember árið 2008 þegar gengisvísitalan rauk upp í 250 stig. Um svipað leyti voru gjaldeyrishöft sett á hér á landi.