Friðrik krónprins Danmerkur og Brian Mikkelsen, viðskiptaráðherra Dana, heimsóttu samnorræna sýningu að nafni Nordic Lighthouse í Shanghai sem er haldin samhliða heimssýningu sem þar er haldin. Nordic Lighthouse er kynningarvettvangur fyrir þekkt norræn vörumerki og er þar að finna vörkumerki á borð við Lego, Skagen og Volvo.

Friðrik og viðskiptaráðherrann heimsóttu sýninguna þann 28. júní síðastliðinn og kynntu sér meðal annars starfsemi Össurar. Í fréttatilkynningu frá Össuri segir að krónprinsinn hafi gert góðan róm að sýningunni og staldrað við í drjúga stund á sýningarsvæði Össurar.

Össur kynnir framleiðslu sýna í Shanghai og stendur sýningin út október. Þar er meðal annars að finna Unloader One spelkuna og Flet-Foot Cheetah hlautafótinn.